Lambakótilettur í ostasósu, bakað í ofni.

12 þverskornar kótilettur
(eða lambalundir sem er ekki lakara)
Olía til steikingar
Salt og pipar
Hvítlauksduft.
6 dl. Rjómi (kaffirjómi ef vill)
Paprikuduft
Ferskir sveppir
Rifinn ostur
 Kótiletturnar steiktar í olíu, kryddað með salti, pipar og hvítlauksdufti.
Sett í eldfast mót, léttsteiktir sveppirnir yfir.
Rjóma og paprikudufti blandað saman og hellt yfir réttinn í forminu.
Rifinn ostur ofaná.
Bakað í 200°heitum ofni í ca. 30 – 40 mín.
Salat sem mælt er með:
Sýrður rjómi, epli og bananar smátt skorið sykra aðeins.
Soðin hrísgrjón og ef vill hvítlauksbrauð.