Nammiterta RJ

Efni

Þessa tertu er ágætt að gera þegar búið er að nota eggjarauður, t.d. í ís og hvíturnar verða eftir. Ég læt svo bara hugmyndaflugið ráða hvað ég set í hvíturnar. Hér er t.d. ein tillga.

4 eggjahvítur

1 bolli sykur

1 bolli púðursykur

2 litlir bollar kornflakes

1 bolli saxað súkkulaði

½ bolli kókosmjöl

½ tsk. lyftiduft

Aðferðin:

Eggjahvíturnar eru stífþeyttar með sykrinum.

Kornflaksinu blandað varlega út í ásamt söxuðu súkkulaðinu, kókosmjölinu og lyftiduftinu.

Bakað í tveimur formum í u.þ.b. 45 mínútur við 175°hita.

Sett saman með þeyttum rjóm og e.t.v. einhverjum ávöxtum.

Í staðinn fyrir kokosmjöl má líka smátt skera döðlur.

Það má líka hafa bara döðlur og súkkulaði og sleppa kornflaksinu og kokosmj. Bara vera djaftur að prufa sig áfram.