Sælkeraýsa.

Efni:

800 gr. Ýsuflök

1 laukur

1 paprika

1 epli

4 gulrætur

1 tsk. Karrí

100 gr. Rjómaostur

1 dl. Rjómi

1 tsk. Salt

1 tsk. ?season all?

½ sítrónupipar.

Aðferð:

Laukurinn er smátt skorinn og brúnaður á pönnu, paprikunni bætt í og síðast eplum og gulrótum.

Stráið karríinu yfir pönnuna og látið rjómaostinn bráðna á pönnunni og rjómanum hellt yfir.

Fiskurinn skorinn í lítil stykki sem lögð eru yfir og kryddað með ?season all?. Þetta er látið sjóða undir loki í 5 ? 10 mínútur. Ef sósan er of þunn má jafna hana með sósujafnara.