Skyrterta LU.

 

1 stór skyrdós t.d. vanilluskyr
1 peli rjómi
1 dós sýrður rjómi 18%
Í botninn.
1
pakki LU kanilkex eða annað slíkt
Smjör eða smjörvi eftir þörfum. 

 

Kexið mulið og smjörið aðeins brætt og bætt saman við, hafa smjörmagnið þannig að það nái nokkurn veginn að bleyta í kexinu.
Þrýst í botninn á formi sem er  ca. 30 cm. í þvermál.
Rjóminn þeyttur, sýrði rjóminn losaður í skál, og aðeins jafnaður, skyrið aðeins hrært upp.
Síðan er samsetningin þessi:
þeytta rjómanum blandað saman við sýrða rjómann og síðast skyrið. Sett yfir botninn.
Kirsuberjasósa með heilum berjum er sett ofan á og einnig borin með.
Látið standa í kæli í tvær klukkustundir.