Smjördeigssnúðar með Olívum (Jóna Kristinsd)

 

Smjördeig ísl. eða frosið frá Findus.
Dijon Sinnep
Beikonafklippur eða smátt skorið.
Svartar ólívur (ekki kaupa í olíu heldur í vatni)
Deigið flatt út m/hveiti undir, síðan smurt með sinnepinu (þunnt)Beikonbitarnir steiktir vel og dreift yfir sinnepið.
Olívurnar smátt skornar og dreift yfir.
Deiginu með fyllingunni rúllað upp og fryst.
Tekið úr frysti ca. tveimur tímum fyrir notkun og  hitað í ofni  (200°) þar til snúðarnir eru orðnir gyltir.
Þetta er mjög gott og tilvalið með öðrum smáréttum á veisluborð.