Skinkuhorn – gömul uppskrift.

Efni: Aðferð:
5 dl. Mjólk
4 tsk. Þurrger
2 egg1 dl.
Skyr
1 msk.
Salt
150 gr.
Smjör
14 dl.
Hveiti (840 gr.)
2 ½ dl.  Spelt
Gott er að setja smurost, t.d.
skinkuost með teskeið inn í hvert horn.
Einnig má setja rúsínur og kanel eða annað, t.d. pestó inn í hornin.
Allt leyfilegt.


Til að pensla:
1 – 2 egg3 msk.
Birkifræ eða sesamfræ.

Ég miða aðferðina við að hrista í hristiskál:Allt þurrefnið sett í hristiskálina – strá þurrgerinu efst.
Hræra létt saman skyrinu, eggjunum og mjólkinni og hella yfir, ásamt léttbræddu smjörinu.
Síðan er skálin hrist vel og vandlega.
Deigið síðan skafið vel niður í skálina og henni lokað loftþétt aftur.
Degið er nú látið hefast með því að láta skálina standa í heitu vatni í vaskinum og þegar lokið fer að losna upp þá er deigið full hefað.
Degið er nú skafið úr skálinni, hnoðað létt saman  og skipt í 4 hluta.
Hver hlutur er flattur út í hring og síðan í 8 hluta.
Ef á að nota spurost er hann settur með teskeið á breiðari endann á hverju stykki og síðan er byrjað að rúlla upp frá breiðari endanum og endað á þeim mjóa. Leggja eins og lítil tungl á bökunarplötu, pensla yfir með egginu og fræjunum og bakað í ca. 12 mínútur við 225°.