Vanilluhringir

Þetta er gamla uppskriftin frá mömmu minni.  Ég hef ýmist kókosmjöl eða ekki, en ef því er sleppt er aðeins notað 1 egg og hjatasaltið minnkað niður í 1/2 tsk.

Efni:

500 g hveiti
250 g sykur
250 g smjör eða smjörlíki
100 g kókosmjöl
2 egg
1 tsk hjartarsalt
1- 2  tsk vanilludropar. 

 

Aðferð:
 

Allt hnoðað vel saman, (Ég nota hnoðarann í hrærivélinni) og deigið kælt.

Ágætt er að geyma deigið yfir nótt í ísskáp. Deigið er svo sett í hakkavél og notað stjörnuform til að fá rétt lag á kökurnar.
Deigið kemur út í lengjum og er skorið í bita og búnir til hringir sem síðan eru bakaðir við 180 gráður (á blæstri) í ca. 7 mínúturÞað er einnig hægt að sprauta deiginu með kökusprautu ef gamla góða hakkavélin með mynstrinu er ekki til staðar.

Skildu eftir svar