JÓLAKRANS MEÐ EPLA OG MARSIPANFYLLINGU.

Þetta er stór uppskrift og oft baka ég hana hálfa eins og tilgreint er innan sviga.

Deig:
1 kg. (1/2) hveiti
2 dl. (1) sykur
100 gr. (50) smjörlíki
5 dl. (2,5) mjólk
1 pk. (1/2) þurrger1 tsk. (1/2) salt
1 egg
Kardimommudropar.

Fylling:

Brætt smjörlíki
Rifin epli
Rifið marsipan
KanelsykurFyllingin var tilgreind svona án magns á hverju fyrir sig í uppskriftinni sem ég fékk upphaflega svo þarna verður maður að áætla magnið af hverju fyrir sig.

Ofaná:

Möndlur og grófur sykur

 

Ég hef gert 3 kransa úr uppskriftinni heilli, en einn stóran úr henni hjálfri.

 

Aðferð:
Smjörlíkið brætt við lágan hita í potti. Mjólkinni bætt út í. Hitað þangað til fingurvolgt.Gerið er leyst upp í 2 dl. (1) af vatni og bætt út í pottinn.Egg, salt, sykur og kardimommudropar sett í hnoðskálina ásamt hveitinu og vökvanum og hrist duglega og látið hefast í skálinni í heitu vatni þar til lokið lyftist af. Deigið látið lyftast um helming. Síðan flatt út og smurt með linu smjörlíki. Kanilsykri er stráð yfir og síðan rifnu eplunum og marsipaninu.Deiginu er rúllað upp og búinn til hringur og hann settur á ofnplötu. Klippt upp í deigið með jöfnu millibili með skærum til þess að fá hringinn betur lagaðan. Penslað með eggi. Möndlum og grófum sykri stráð yfir.Deigið er látið hefast í ca. 30 mínútur á plötunni.Bakað við 200°hita í ca. 15- 20 mínútur (eftir þykkt).Um jól er gaman að bera hringinn fram með sprittlerti í stjaka í auða hringnum í miðjunni. Best er þó að fara varlega með logandi kerti, sérstaklega ef margir eru.

Skildu eftir svar