Heitur brauðréttur m/Baconi eða reyktri skinku

Hér er aðeins tillaga að innihaldsefnum, en magn verður hver og einn að ákveða eftir stærð eldföstu formanna, smekk sínum  og fjölda þeirra sem eiga að smakka dásemdina.

Í réttinn er tillaga um  eftirfarandi: 

Franskbrauð eða annað mjúkt brauð eftir smekk – hver sneið skorin í 4 parta eða fleiri – og sett í botninn á eldföstu formi.

Brokkolí – ágætt að kaupa þetta frosna.

Rauðar paprikur og gott að hafa gula líka.

Púrrulaukur

Sveppir

– Svo má auðvitað sleppa einhverju af þessu grænmeti og setja eitthvað allt annað í staðinn- Prufa sig bara áfram, því þannig verða nýir réttir til –

Grænmetið er allt skorið niður og léttsteikt á pönnu.

Baconskinka eða reykt skinka. Smátt  skorin bætt við blönduna þegar pannan  hefur verið tekin af hitanum.

1 Gullostur eða (Stóri dímon)       (í eitt form af miðstærð) eða meira ef magn er mikið)

1 peli af rjóma eða matr.rjóma     (                      –       “       –                                                          )

Þegar grænmetinu og skinkunni hefur verið dreift yfir brauðið í forminu er osturinn bræddur í rjómanum (ég nota matreiðslurjóma)

Síðan er ostablöndunni helt jafnt yfir og að lokum er gott að strá rifnum osti yfir.

Þetta er gott að hita í ca. 30 – 35 mínútur á 170°hita eða í 20 mínútur á 200°

 

 

 

 

Skildu eftir svar