Aðgerð lokið (Sigurrós skrifar)

Sigurrós skrifar:

Jæja, við systurnar erum búnar að taka að okkur að leyfa ykkur að fylgjast með hvernig gengur hjá mömmu þessa dagana. Guðbjörg verður tengiliðurinn við spítalann og ég verð síðan rafræni tengiliðurinn við ykkur 😉

Guðbjörg var að hringja uppeftir núna áðan og fékk að vita að mamma væri komin inn á vöknun. Aðgerðinni lauk 14:15 og hún tók ca. 4 klukkutíma, sem er víst eðlilegur tími í þessu.

Mamma verður líklega á vöknun þar til ca. 16 eða 17 og kemst þá niður á deild. Við ætlum svo að kíkja á hana einhvern tímann eftir það, líklega um kvöldmatarleytið.

Ég fékk sms frá mömmu í morgun, þá var hún mætt upp á spítala í sólskininu og enn jafnbjartsýn og jákvæð. Sagði að sér liði stórvel og hún sat bara og var að glugga í blöð í rólegheitum meðan hún beið eftir að komast að. Hún er auðvitað alveg ótrúleg, hún elsku mamma mín 🙂


Comments

4 responses to “Aðgerð lokið (Sigurrós skrifar)”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *