Author: Ragna
-
Þð sem flýgur í gegnum hugann í göngutúr í Kópavoginum
—
by
Hérna í gamla daga fékk maður hroll þegar þurfti að fara einhverra erinda í Kópavoginn því göturnar voru svo holóttar og erfitt að rata. þegar ég bjó tímabundið í Kópavogi fyrir meira en 50 árum, þá hefði mér ekki dottið í hug að ég ætti eftir að verða Kópavogsbúi seinna meir og svona líka alsæl…
-
Gamla góða bloggið mitt vanrækt.
—
by
Ég var spurð að því í gær hvort ég væri alveg hætt að skrifa á “bloggið” mitt? Já ég varð að játa það og hef ekki einu sinni leitt hugann að því að skrifa færslu í dagbókina mína í rúm tvö ár, eins og hún var mér hugleikin hérna áður en Fésbókin kom til sögunnar.…
-
Landið okkar og gróðurinn.
—
by
Mér varð hugsað til þess, þegar ég horfði á magnaða þáttinn, hans Ómars Ragnarssonar í Sjónvarpinu áðan, hvað þeir eru orðnir margir staðirnir, sem nú eru orðnir að lóni vegna virkjana og vissulega er það sorglegt. Það er hinsvegar önnur ógn sem mér finnst fólk ekkert hafa áhyggjur af og talar bara um að hún sé svo falleg – Sú…
-
Fávís kona, með einfalda lausn.
—
by
Nú eru þessi verkföll sum hver búin að standa í margar vikur og enn bætast við fleiri félög á leið í verkfall. Allt virðist vera í hnút og engin lausn í sjónmáli. Í fávísi minni langar mig til þess að spyrja af hverju í ósköpunum þurfi alltaf að semja um prósentutölur upp allan skalann,…
-
Svona fór nú kvöldið hjá mér.
—
by
Ég er svona rétt að ná andanum aftur, en það er ekki vegna spennings yfir lögunum í fyrri hluta undanúrslita í Evróvisjónkeppninni í kvöld, heldur datt mér það snjallræði í hug þegar ég var búin að horfa á fyrstu tvö lögin, að nota tækifærið og lakka á mér neglurnar. Ég ætlaði hvort sem er að sitja kyrr…
-
18. maí 2015 – svalir sumardagar
—
by
Eruð þið ekki sammála mér að sumarið sé komið. Það er yndislegt að vakna við geisla sólarinnar, sem ná að þröngva sér meðfram rúllugardínunni og fá mann til að blikka aðeins augunum og fyllast bjartsýni á daginn framundan. Ég viðurkenni þó að stundum finnst mér sólin helst til snemma á ferð þegar klukkan er varla orðin fimm að morgni, en…
-
Blessað bloggið mitt.
—
by
Ég mundi allt í einu eftir því áðan að ég ætti heimasíðu og kíkti því aðeins hérna inn. Ég sá fyrst engan póst síðan á nýjársdag, en sá þá að ég hafði gert nokkur drög síðan en ekki klárað eða birt. Ég gerði ein af þessum drögum sýnileg áðan og mikið langar mig til þess…
-
Vangaveltur um fullkomleikann.
—
by
Ég hef verið á góðu og skemmtilegu námskeiði þar sem maður skoðar sig aðeins innávið. Í því sambandi hef ég verið að velta fyrir mér einni af spurningunum sem þar kom fram: “Ætlastu til eða býstu við að vera fullkomin?” Ég hef aldrei velt þessu sérstaklega fyrir mér, en hefði átt að gera það fyrir mörgum áratugum.…
-
Hvað boðar blessuð nýjárssól.
—
by
Ég óska ykkur öllum farsældar, hamingju og góðrar heilsu á komandi ári 2015. Þakka ykkur fyrir tryggð og góðar srtundir á árinu sem nú kveður. Verum jákvæð og lifum heil.
-
Á jóladagsmorgni 2014.
—
by
Eftir allan hraðann í þjóðlifinu síðustu daga og vikur ríkir nú að morgni jóladags þessi einkennandi jólakyrrð og friður yfir öllu. Ég hef ekki séð bíl aka eftir götunni, enginn á ferli nema hópur af smáfuglum sem var að gæða sér á smá góðgæti sem Haukur hafði stráð á fannhvíta jörðina fyrir þá. Hugurinn verður svo meir…