Author: Ragna
-
Að bregðast ekki sjálfri sér.
—
by
Mér datt í hug fyrir nokkrum dögum, að kannski ætti ég ekki alltaf að vera svona rosalega dugleg og láta eins og ekkert sé að þegar eitthvað gefur sig í skrokknum mínum eða þegar eitthvað bjátar á. Líklega væri það ekki rétta aðferðin sem ég hef valið mér í lífinu að brosa bara endalaust og…
-
Bara gaman að vera til – hugurinn fer á flakk að loknu sumri.
—
by
Nú skartar haustið sínum fegurstu litum sem við fáum að njóta í ríku mæli. Já nú er enn og aftur komin ný árstíð og mikið elska ég þessar árstíðir okkar – alltaf þegar ein er komin þá er hægt að njóta hennar og byrja að hlakka til þeirrar næstu. Ég hef stundum sagt að ég…
-
Bráðavaktin – ný saga um sparnað.
—
by
Aðeins um heilbrigðiskerfið og sparnaðinn. – Á sama tíma og byggja á risastórt hátæknisjúkrahús, þá er niðurskurðurinn orðinn svo mikill og furðulegur í núverandi heilbrigðiskerfi að það erfitt að botna í því hvað er sparnaður og hvað er bara rugl. Nú ætla ég að segja ykkur smá sögu af mér í vikunni. Ég varð skyndilega…
-
Alveg dásamleg ævintýraferð að Gufuskálum um helgina.
—
by
Það var búið að standa til lengi að við í frænku/frændaklúbbnum (afkomendur mömmu minnar og pabba) myndu hittast á Gufuskálum og eiga þar saman skemmtilega helgi hjá frænda mínum, konu hans og syni. Við konurnar í stórfjölskyldunni erum vanar að hittast svona einu sinni til tvisvar á ári í frænkuklúbbnum, þar semvið tölum oftast allar…
-
Rólegheita helgi að baki.
—
by
Við skruppum í Kolaportið að kaupa harðfisk og fleira í gær og drukkum kaffi í Kaffivagninum á Granda og sáum tilsýndar Gleðifólkið á Arnarhólstúninu í bakaleiðinni. Í dag var okkur svo boðið í kaffi og dásamlega góðar kökur í Grænum kosti – . Ég hef aldrei áður komið í Grænan kost, en nú veit ég…
-
Þórsmerkurferð um verslunarmannahelgi, sumarið 1965 eða 1966
—
by
Um síðustu helgi, verslunarmannahelgina skruppum við í bíltúr austur á Rangárvelli. Á leiðinni austur ókum við um Helluþorpið og þá sá ég nokkuð sem minnti mig á löngu liðna verslunarmannahelgi. Við hús eitt í útjaðri þorpsins stóð nefnilega eldgamall Víbon. Ég þekkti húsið því þar hafði átt heima Bjarnhéðinn frændi Odds míns og eldgamli Víboninn…
-
Ekki hætt að blogga.
—
by
Bara örfá orð til þess að láta vita að ég er ekki hætt að blogga, en hef bara verið svolítið slæm af gigtinni svo bloggið hefur þurft að bíða – ég er ekki alltaf svo heppin að finna tilbúna færslu, eins og ég fann síðustu færslu og þurfti bara að setja hana inn. Ég vona…
-
Þegar við Sigurrós vorum á St. Jósefsspítala í 3 vikur 1979.
—
by
Þann 19. júlí 1979 fæddist hún Sigurrós mín, eins og ég hef áður sagt og öllum er kunnugt sem þekkja hana. En það sem á eftir kom birti ég hér. Sumarið, 1979, haustið og vorið 1980 var mjög erfiður tími í lífi okkar allra. Það eina yndislega á þessum tíma var þegar Sigurrós fæddist 19.…
-
Bara að láta vita…..
—
by
Já ég hef verið eitthvað löt við dagbókina mína hérna, en þessi á Fésinu hefur hinsvegar alltaf vinninginn. Nú vil ég bara láta vita að ég held að ég sé komin á beinu brautina 7 – 9 – 13 . Ég er búin með fúkkalyfið sem vann á sýkingunni og er nú laus við verkina…
-
Tímabært.
—
by
Já það er tímabært að setja smá pistil hérna inn á heimasíðuna mína, en hún verður óneitanlega oft útundan því flestir eru jú á Facebook. Samt fæ ég kvartanir ef ég læt líða of langt á milli þess sem ég set pistil hérna inn, því það eru jú ekki allir á Facebook. Batinn þokast svona…