Author: Ragna

  • Skylduræknin.

    Það var ömmudagur, sem sagt miðvikudagur, hjá okkur Rögnu Björk. Þá sæki ég hana í skólann og kem henni  í myndlistarskólann þangað sem amma Björk sækir hana síðan og kemur henni heim. Ég var komin í dægradvölina þennan miðvikudag klukkan tvö eins og venjulega, en þá hafði hún farið með krökkunum í matsalinn til þess að fá…

  • Samantekt á hausti 2014.

    Eftir votviðrasama sumarið okkar hélt veðrið áfram að hella úr sér vætunni í september. Haukur var úti í Danmörku að hjálpa dóttur sinni og fjölskyldu að mála og vinna við hús sem þau eru nú flutt inn í. Ég notaði tímann til að hafa saumaklúbb og vera með vinkonum og svo byrjaði hittingurinn í Skógarhlíðinni…

  • Svona flýgur tíminn hér.

    Ég veit ekki hvað er í gangi með tímann, en hann hleypur nú hraðar en nokkru sinni og ég næ aldrei að klára það sem ég er samviskusamlega búin að skrifa niður fyrir morgundaginn. Það er mjög flott að þykjast vera svo skipulögð að skrifa niður í númeraröð allt sem á að gera á morgun,…

  • Orðin skjalfestur lögbrjótur 🙁

    Já, það átti þá eftir þeirri gömlu að liggja að verða skjalfestur lögbrjótur, samkvæmt formlegu bréfi sem lá í póstkassanum í dag frá Lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins og bréfið meira að segja með frímerki á, sem er orðið sjaldgæft að sjá á bréfum frá opinberum fyrirtækjum. Í síðu viku þurfti ég að fara tvær ferðir að morgni til,…

  • Bara það sem ég var að hugsa um áðan.

    Enn sé ég hvað ég sinni orðið dagbókinni minni lítið. Eins og mér finnst Fésbókin skemmtileg, þá sakna ég þess tíma þegar við bloggvinirnir vorum að skrifa smá pistla í dagbækurnar okkar á netinu og skiptast á orðsendingum. Þetta var ekki stór hópur, urðum smám saman innan við 10 talsins í fasta bloggvinahópnum.  Við þekktumst ekkert…

  • Ölfus í dag – alltaf eitthvað óvænt.

    Við ákváðum að skreppa í “Hendur í Höfn”, Þorlákshöfn, í hádeginu í dag. Það var þungbúið yfir í Þrengslunum, en séð í átt að Þorlákshöfn skein sólin í gegnum stórt blátt gat á skýjahulunni. Við fylgdum því leiðbeiningunum úr kvæðinu góða. “.en ef við sjáum sólskinsblett í heiði að setjast allir þar og gleðja oss”.…

  • Það eru 50 ár frá því að ég gifti mig. Atburðarrásin þann sólarhring var nokkuð sérstök.

    Ég  átti söguna okkar Odds heitins á gömlu bloggi, en ætla í tilefni af þessum tímamótum að endurtaka þessar gömlu minningar. Aðdragandinn var sá að vinnuveitandi minn bauð okkur a fara í mjög ódýra ferð til Kaupmannahafnar og það tilboð kom atburðarrásinni sem ég ætla að leyfa ykkur að heyra, af stað.  Það er efnisflokkur…

  • Facebook og Heimasíðan.

    Ég hitti konu í gær sem ég hef ekki hitt lengi. Hún er ekki á Facebook , en ég kynntist henni af heimsóknum hennar á heimasíðuna mína fyrir mörgum árum. Við hittumst svo í fyrsta skipti  augliti til auglitis þegar hún bauð mér í mat eftir að ég flutti í Salahverfið.  Í gær hittumst við…

  • Skemmtilegur vordagur í dag.

    Já svo sannarlega er vorið komið og síðustu dagar hafa verið svo hlýir og fallegir. Það er allt að springa út og ég fór í gær og keypti rós  “New Dawn” sem ég setti í pott hérna úti á svölum. Ég var komin á skrið með að fara í göngutúra á morgnanna, en það endaði…

  • Hefði orðið sjötugur í dag 4. maí 2014.

    Í dag 4. maí minnumst við mæðgur ástríks eiginmanns og föður. Ef hann Oddur minn hefði lifað þá hefði hann orðið sjötugur í dag. Blessuð sé minning hans. Nú hefur Sigurrós opnað minningarsíðu um hann á netinu: http://oddurpetursson.betra.is/  Þar eru bæði frásagnir og myndir, ásamt því sem ég skrifaði á afmælisdaginn hans í fyrra. Mikið…