Author: Ragna
-
Er meinilla við það sem spinnur vefi.
—
by
Mér hefur alltaf verið meinilla við þá sem gera vefi, það er að segja alla aðra en þá sem gera tölvuvefi því þeir eru bráðnauðsynlegir og mega sko ekki missa sig 🙂 En verur eins og t.d. kóngulær og ýmsar smáverur sem vefa svona vefi hér og hvar finnst mér óhugnarlegar. Samt lenti ég í…
-
Gamli tíminn rifjast upp.
—
by
Í sjötugs afmæli minna góðu vina Hreins og Birgit í gær rifjuðust upp margar góðar stundir frá liðnum tíma. Þarna var m.a. allur gamli spilaklúbburinn hans Odds heitins og þar á meðal æskuvinir hans Hreinn og Kristinn, en þeir byrjuðu allir saman í 7 ára bekk í Langholtsskóla og voru vinir upp frá því. Þeir…
-
Að koma sér í rúmið á tækniöld.
—
by
Já, það ætti nú að vera einfalt mál að koma sér í rúmið er nóttin nálgast. Gemsinn minn minnir mig á það klukkutíma fyrir svefn að taka þetta blessað Magnesium Citrate . Svolítið seinna finnst mér gott að fá mér svona bangsate og nota síðan tímann til þess að þvo mér, koma mér í náttfötin, pústa,…
-
Langt síðan síðast.
—
by
Já janúar mánuður hefur ætt áfram eins og óð fluga og sólin hækkar með hverjum deginum sem líður. Í dag var ég alveg ákveðin í því að það væri að byrja að vora, en líklega var það nú of mikil bjartsýni. Hins vegar eru það ekki neinar ýkjur að nú sést hvað hænufetunum fjölgar og…
-
Áramótakveðjan mín.
—
by
(Því miður birtist ekki myndin sem þessi texti átti að vera á – einhver villa í kerfinu sem vill ekki birta þetta fyrir mig. Gengur vonandi betur á næsta ári. ) Ég óska ykkur góðrar heilsu, gleði og hamingju á komandi ári. Þakka ykkur fyrir trygglyndi,vináttu og góða samveru á þessu ári og öllum hinum…
-
Svo lánsöm í lífinu þó ….
—
by
Eins og alltaf og ekki síst á þessum tíma árs þá lít ég yfir farinn veg og þakka fyrir líf mitt. Þakka fyrir þá sem mér þykir vænt um og fyrir það að geta alltaf deilt gleði minni og sorgum með þeim. Ég er þakklát fyrir það að eiga yndislega fjölskyldu og fá að sjá…
-
—
by
-
Þorláksmessa
—
by
Í dag er Þorláksmessa og árlega þennan dag minnist föðurfjölskylda dætranna minna fæðingardags tengdamömmu, sem var fædd á Þorláksmessu. Það er ljúft að minnast hennar tengdamóður minnar sem mér þótti frá því ég hitti hana fyrst ákaflega vænt um og mat hana mikils. Ég ætla að setja hérna úrdrátt úr eldri færslu sem enn á…
-
Komið á óvart.
—
by
Við hjónaleysin erum aldeilis búin að njóta aðventunnar. Tvennir tónleikar að baki. Þeir fyrri voru jólatónleikar hjá Fóstbræðrum í Gamla bíói – Mér fannst þeir kannski ekki alveg nógu jólalegir og saknaði þess að heyra ekki meira af íslenskum jólalögum en að öðru leyti voru þeir mjög góðir. Svo var það rúsínan í pylsuendanum í…
-
Aðventustund í leikskólanum.
—
by
Þegar við förum í Gullsmárann annan hvern föstudag til þess að syngja með öðrum “gamlingjum” við gítarundirleik og harmonikuspil, þá koma börnin úr Leikskólanum Arnarsmára alltaf í heimsókn og hlusta fyrst en taka svo lagið fyrir okkur. Í morgun var okkur hinsvegar boðið í aðventustund hjá þeim í leikskólanum. Þar sem Freyjuskottið okkar er nú á…