Author: Ragna
-
Vandamál nútímans skilgreint af Dalai Lama.
—
by
Ég var að fletta í gegnum Facebook áðan og las þá enn eina greinina sem Hjartalíf birtir. en greinin heitir “Nútíminn er trunta” og er eftir Geir Gunnar. Greinin er góð og ber saman gamla og nýja tíma í lifnaðarháttum þjóðarinnar. En niðurlag greinarinnar ætla ég að fá að birta hér og vona að ég sé…
-
Í tiltekt áðan
—
by
fann ég smá bréfsnifsi sem á var párað ljóð, sem hafði komið upp í huga mér þegar ég var í Hveragerði s.l. vetur. Þetta var daginn eftir bóndadag og alveg ömurlega leiðinlegt veðrið. Ég er svo langt frá því að geta samið ljóð, svo í ljósi þess fannst mér merkilegt þegar þetta kom í hausinn…
-
Að fóðra leiðindapúkann.
—
by
Sem betur fer tel ég mig frekar jákvæða manneskju, en svo náði leiðindapúki tökum á mér í síðustu viku og hefur alveg verið að fara með mig. Ég áttaði mig síðan á því síðdegis í gær að ég yrði að taka sjálfa mig í gegn og hætta að hugsa um óraunhæfar væntingar í stað þess…
-
Veðurguðinn sjálfur á mynd.
—
by
Mér hálf brá þegar ég var að renna yfir sólarlagsmyndirnar mínar og þetta andlit birtist allt í einu á skjánum. Spurning hvort þetta er sjálfur veðurguðinn og hvort fleiri sjá hann en ég.
-
Menningardagur – Menningarnótt
—
by
Enn einu sinni ákváðum við að fara í bæinn á Menningarnótt/degi og enn einu sinni töldum, við okkur svo trú um að veðrið væri svo leiðinlegt að við skyldum bara sjá til seinni partinn, en þetta var upp úr hádegi. Svo fengum við gott boð um menningarhitting með veislukaffi í Ásakórnum svo við vorum ekki…
-
Nýtt útlit á bloggið mitt.
—
by
Ég hef verið hálf óánægð með uppsetninguna á blogginu mínu svo ég hef verið sjálf að fikta í því að breyta henni. Þetta er útkoman eftir fyrstu yfirfærslu. Ég á alveg eftir að koma í lag myndaalbúmunum, sem aldrei hafa virkað almennilega hjá mér og fleira á ég eftir að athuga – kannski þarf ég…
-
Hann Oddur Vilberg á afmæli í dag
—
by
og ég óska honum innilega til hamingju með afmælið. Mér fannst gaman að skoða gamla færslu frá því hann var 6 ára og amma kallaði hann ömmustubb og hann var ekki á því þá að amma hætti að kalla hann það. Nú er hann sko enginn stubbur lengur, myndarunglingur, fermdur og orðinn mikið hærri en…
-
Svo lánsöm sem búum á Íslandi.
—
by
Þetta hljómar kannski ekki vel hjá mér þegar margir landsmenn okkar eiga virkilega erfitt með að láta enda ná saman, eru jafnvel að missa híbýli sín vegna þess hve erfitt er að standa í skilum og launin hjá mörgum lág, að ekki sé nú talað um það lítilræði sem fólk fær úr almannatryggingum. – Nei,…
-
Selfossferð – “Sumar á Selfossi”
—
by
Við ákváðum eftir hádegi í gær að það gæti verið gaman að skreppa á húsbílnum austur á Selfoss og fara svo í morgunmat í stóra partýtjaldið þeirra í Árborg ásamt bæjarbúum og ferðafólki. Við drifum okkur því í að tína það til sem þurfti til ferðarinnar, skutluðum því út í húsbílinn og brunuðum svo af…
-
Ekki búin að gleyma.
—
by
Ég er ekki búin að gleyma þér kæra dagbók og ég vil líka láta þig vita að það eru eingöngu góðar fréttir af mér. Það er bara einhver sumarleti hangandi yfir mér svo ég kemst ekki með nokkru móti í rétta gírinn til þess að setja inn færslur. Ég hef aldrei verið slappari að skrifa…