Author: Ragna
-
Ég á eins árs afmæli.
—
by
Já, í dag fagna ég eins árs afmæli, því nú er komið eitt ár frá því að ég fór í stóru aðgerðina mína í fyrra. Þann 15. júní í fyrra setti ég síðan eftirfarandi póst hér inn á bloggið mitt: “Jibbí! Ég vissi að það borgaði sig að vera jákvæð allan tímann og taka ekki…
-
Danmörk 2013
—
by
Við Haukur áttum flug til Danmerkur eldsnemma um morgun . Ferðinni var heitið til Bovrup á Suður Jótlandi. Við ákváðum að gista á Hótel Bergi í Keflavík, Höfum gert það áður og það er eiginlega orðinn hluti af okkar ferðalagi sem hefst snemma morguns, að gista hjá þeim fyrir utan það að þau geyma bílinn,…
-
Sólarjójó
—
by
Veðurfræðingurinn sagði í gær, að það yrði sól í dag. Ég ætlaði að njóta þessarar sólar á mínu föla skinni. Eftir hádegið sýndist mér sólin vera að brjótast í gegnum skýjaþykknið, en ákvað að klára fyrst smá þrif og strauja á meðan það hlýnaði aðeins meira. Allt í einu braust sólin fram í allri sinni…
-
Í dag 4. maí
—
by
minnumst við mæðgurnar Odds heitins með hlýju og virðingu. Við minnumst allra ljúfu og skemmtilegu stundanna okkar og ég minnist æskuástarinnar minnar og öllu sem henni fylgdi. Það er sorglegt hve mikið var á hann lagt og hversu stutt hann átti góða ævi, því hann fékk fyrstu heilablóðföllin sem sköðuðu hann mikið, á árunum 1980…
-
Öðruvísi föstudagur – brúðkaup.
—
by
Ég get ekki kvartað yfir því að þessi vika hafi verið viðburðarsnauð. Því hún byrjaði á að við fórum í afmælisboð á sunnudaginn, síðan var ég í vinkonuhitting einn daginn, fermingarveislu á sumardaginn fyrsta og eftir það kom mjög svo viðburðarríkur föstudagur. Í vikunni hringdi Guðbjörg og spurði hvort við værum nokkuð upptekin á föstudeginum.…
-
Börn alltaf svo skemmtileg.
—
by
Þó að sólin hafi skinið glatt og sýnst vera svo hlýtt og gott veður síðustu dagana, þá hefur kuldaboli nú aldeilis legið í leyni og bitið fast þegar þeir kári hafa sameinast í að ráðast á gangandi vegfarendur, annar með 6°frost og hinn með vindkælinguna. Ég var ekki á því að láta þá bíta mig…
-
Hjólbörudekkið.
—
by
Þar sem ég ákvað í vikunni að nú væri vorið komið, þá lá beinast við að láta taka þessi hundleiðinlegu nagladekk undan bílnum. – Ég hef séð eftir því í allan vetur að hafa látið setja þau undir í haust, en maður er alltaf að passa upp á að vera undirbúinn hverju sem er og…
-
Ó þú yndislega vor.
—
by
Já áfram líður tíminn. Nú heyri ég fuglana syngja hástöfum þegar ég fer í göngutúrana á morgnanna og það boðar bara að vorið sé í nánd. Í fyrradag var mér líka skemmt yfir krumma sem hoppaði með mér langa leið eftir “landamærastígnum”. Hann fór alltaf aðeins á undan, svona hálf flögraði upp eða tók flotta…
-
Ferming og hugsanaflakk.
—
by
Ég er eins og litlu börnin sem hlakka til jólanna. Ég hlakka svo mikið til þegar Oddur Vilberg fermist á sunnudaginn og hlakka til að hitta fólkið sem kemur til að gleðjast með okkur öllum í veislunni á eftir. Svo er Karlotta komin heim í páskafrí og Ragnar Fannberg á afmæli á þriðjudaginn. Já það er…
-
Sólin skín og lundin mín léttist með degi hverjum.
—
by
Mikið var gott og gaman að komast í vatnsleikfimi í dag. Það er orðið alveg tímabært að vera í einhverri hópleikfimi aftur og ég var svo heppin að það hafði verið sótt um fyrir mig í vatnsleikfimi á Grensás. Já ég hef bara ekki við að taka við tilkynningum um að mæta hér eða þar…