Author: Ragna
-
Alveg nafnlaust pár
—
by
Ég tapaði svo gjörsamlega eldmóðnum eftir að ég ákvað að fara að skrifa skapandi skrif, eins og ég var uppveðruð og spennt fyrir þessu. Nú kemur ekki stafur á blað og ég þykist hafa um svo margt annað að hugsa í bili. Ég er þó komin það langt á ritbrautinni að nú stari…
-
Kveiktur eldmóður sem vonandi slökknar ekki.
—
by
Þegar vekjaraklukkan í símanum mínum hringdi klukkan níu í morgun, þá langaði mig mest til þess að fleygja símanum mínum út í horn og halda áfram að sofa. Ég sparkaði hins vegar sjálfri mér út úr rúminu því ég vil hafa reglu á hlutunum og vil ekki eyða morgnunum í að sofa. Mér fannst ég…
-
Það gengur bara ekki…
—
by
..að vera með dagbók og skrifa ekki í hana reglulega, svo nú ætla ég aðeins að betrumbæta. Ég er bara í nokkuð góðum gír eftir Hveragerðisdvölina og svei mér þá ef ég lít ekki aðeins skár út, en ég gerði áður en ég fór þarna í dekrið. Það er a.m.k. kominn smá glampi í augun…
-
Smá uppfærsla.
—
by
Krakkar mínir komið þið sæl ! – Þetta er samt ekki jólasveinninn sem kallar heldur bara sú endurhæfða, sem kom heim úr Hveragerði í gær. Ég er afskaplega þakklát fyrir þessar fjórar vikur og svona ykkur að segja þá hefði ég ekkert haft á móti því að vera eina eða tvær vikur til viðbótar því…
-
Dekur – Fréttapistill 3.
—
by
Nú er allt að komast í réttar skorður hjá mér hérna á Heilsuhælinu, eða kannski má ekki kalla það því nafni lengur – best að segja Heilsustofnun því það ku líta betur út þannig. Annars voru tónleikar við kertaljós hérna við innisundlaugina í gærkveldi. Nokkrir ungir herramenn tóku sig saman og stofnuðu hér hljómsveitina „Hælbandið“…
-
Fréttapistill 2 úr Heilsustofnun.
—
by
Eftir rólega viku þá er allt í einu allt að fara í gang. Ég fékk fyrsta nuddið og fyrstu sjúkraþjálfunina í morgun og á að mæta aftur í fyrramálið. Nú er búið að plástra vinstri hliðina á mér og vonandi dugar það á bjúginn undir hendinni – Hálsinn er aftur á móti sér kapituli –…
-
Fyrstu sólarhringar á HNLFÍ í Hveragerði.
—
by
Ég kom hingað í gærmorgun á föstudegi – Skrýtið að láta mann mæta á föstudegi bara til að bíða með allt til mánudags. Mér fannst þangað til í hádeginu í dag, að ég væri komin í stofufangelsi, þó ég hafi nú reyndar aldrei prufað það. Ég var búin að vera að lesa inni á herbergi…
-
Hafa skal það sem hendi er næst.
—
by
Það er alltaf gott að byrja nýtt ár. Nýtt ár felur nefnilega í sér nýtt upphaf, nýja möguleika og alveg óskráðan kafla í lífssögu okkar. Saga nýja ársins verður ekki önnur en sú sem við tökum sjálf þátt í að semja, svo það er kannski best að byrja strax að hafa það hugfast. Ég hef…
-
Litið til baka yfir árið 2012
—
by
Þgar ég lít yfir árið 2012 þá hefur það að mörgu leyti verið mjög sérstakt, bæði mjög ánægjulegt en á stundum nokkuð erfitt, en eins og alltaf þegar á móti hefur blásið í mínu lífi þá hefur verið séð til þess að ég komi standandi niður. Um miðjan janúar var ég alveg á fullu að…
-
Jólakveðjan mín til ykkar.
—
by
Það gerist alltaf eitthvað innra með mér þegar komin er Þorláksmessa og jóhátíðin alveg að koma. Hugurinn verður meyr og hvarflar til liðins tíma og til einfaldleikans sem maður ólst upp við. Mikið er ég þakklát fyrir alla hjartagæskuna sem ég naut og samverunnar með fjölskyldunni – einnig fyrir gjafirnar sem oftar en ekki…