Author: Ragna

  • Umgjörð jólanna og aðrar vangaveltur.

    Nú á aðventunni þegar  hnausþykk auglýsingablöð koma daglega  og sjónvarp og útvarp eru með langa auglýsingatíma þar sem okkur er talin trú um allt það sem við þurfum að eignast. Ég segi bara þurfum – til hvers?  Verðum við hamingjusamari eða heilbrigðari ef við eignumst alla þessa hluti og setjum okkur jafnvel í stórskuldir til…

  • Stöldrum aðeins við.

    Þegar maður er kominn á löggildingaraldurinn þá  er góður tími til þess að velta tilverunni betur fyrir sér fyrir sér. Hugsa um hvað það er í rauninni sem gerir okkur ánægð með lífið og tilveruna.  Ég held nefnilega að það sé ekki hvaða hluti við eignumst því allir vita að hamingjan felst ekki í því…

  • Hamingjan.

    Ég fór í Qi gong hjá Krabbameinsfélaginu um hádegið og í framhaldi af því var flutt erindi um hamingjuna.  Síðasta glæran sem kom þar upp á skjáinn var: Hamingja er ekki að fá það sem þú vilt heldur að vilja það sem þú hefur. Þegar ég kom heim þá hringdi síminn og mér var tilkynnt…

  • Á tímamótum 12. nóv. 2012

    Já nú stend ég á skemmtilegum tímamótum.  Fyrst ber að nefna að ég er langt komin í krabbaferlinu, þar sem hann er sjálfur kominn út í hafsauga. Já þökk sé góðum læknum fyrir það og líka það að í staðinn hef ég nú fengið nýtt búbís og lappað af snilld upp á hitt í stíl. Já…

  • Englarnir á brjóstamóttöku LSH

    Er þetta hún Jara mín ! hrópaði ég upp þegar ég sá þessa mynd í Fréttablaðinu í dag. Hún er ein af englunum á brjóstamóttöku skurðdeilda Landspítalans.  Starfsfólkið sem ég hef kynnst  á þessari deild flokka ég sem engla. Betra samheiti hef ég ekki getað fundið þessu yndislega góða fólki sem vill allt fyrir mann…

  • Mér finnst rigningin góð, tralla lalla la.

    Það endaði með því að ég tók bara Pollýönnu á þetta. Kannski er nefnilega einmitt svo gott að fá svona dag sem ekki er hundi út sigandi, hvað þá konu sem er að verða löggilt gamalmenni. Ég fór að grúska í gömlu dóti. Fann myndaalbúm með nokkrum myndum í frá Oddi mínum  síðan hann var…

  • Kærar þakkir.

    Kærar þakkir fyrir góðu kveðjurnar og óskirnar ykkar  kæru vinir og vandamenn. Þær virkuðu sko vel eins og alltaf.  Já mér finnst eitthvað svo traust og gott að hafa svona góðar óskir með mér þegar ég fer í aðgerðir  –  Alveg ómetanlegt og gerir mig svo pollrólega því ég trúi því að allar góðu kveðjurnar…

  • Á morgun …

    Veii!!!, nú er komið að því að þenjarinn verður tekinn úr þrjóstinu á mér á morgun. Nú er búið að þenja út vefi og skinn og  saltvatni verið bætt á reglulega í sumar og nú er komið að því að ég fæ ég eitthvað varanlegt og  mjúkt í staðinn. Eins og er finnst mér ég…

  • FRIÐUR – TRAUST – TRÚ.

    Ég var að taka aðeins til hérna á skrifborðinu mínu áðan og rakst þá m.a. á miða með þessum orðum handskrifuðum á, FRIÐUR – TRAUST – TRÚ.  Einhverntíman hef ég  líklega verið að hlusta á eitthvað í útvarpi og  hripað þetta niður hjá mér, en svo hefur miðinn týnst innanum aðra snepla hérna á borðinu…

  • Öryrkjar – eldri borgarar og fleiri.

    Já það er margt skrýtið í kýrhausnum og svo sem í hausnum á mér líka, það er nú ekkert ný frétt, en í vikunni sá ég  þessi ummæli um ADHD. “ADHD læknast við 18 ára aldur!!!! Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2013, kafla 206, bls. 358 segir „Greiðsluþátttöku verður hætt í metýlfenidatlyfjum fyrir fullorðna enda eru lyfin…