Bara það sem ég var að hugsa um áðan.

Enn sé ég hvað ég sinni orðið dagbókinni minni lítið. Eins og mér finnst Fésbókin skemmtileg, þá sakna ég þess tíma þegar við bloggvinirnir vorum að skrifa smá pistla í dagbækurnar okkar á netinu og skiptast á orðsendingum. Þetta var ekki stór hópur, urðum smám saman innan við 10 talsins í fasta bloggvinahópnum.  Við þekktumst ekkert fyrr en við rötuðum inn á hvers annars síður fyrir einhverja tilviljun, en mikið varð þetta náinn og skemmtilegur hópur og góðir vinir.   Flest hafa nú fært sig alveg yfir á Fésbókina, en við erum líklega fjórar eftir sem reynum að láta ekki dagbækurnar okkar deyja alveg út.  Mér þykir afskaplega vænt um gömlu færslurnar mínar og renni oft augum yfir þær á Sarpnum til þess að rifja upp liðinn tíma. Ég á nærri 1200 færslur auk gamalla uppskrifta, svo úr nógu er að moða.

 


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *