Við Haukur áttum flug til Danmerkur eldsnemma um morgun . Ferðinni var heitið til Bovrup á Suður Jótlandi. Við ákváðum að gista á Hótel Bergi í Keflavík, Höfum gert það áður og það er eiginlega orðinn hluti af okkar ferðalagi sem hefst snemma morguns, að gista hjá þeim fyrir utan það að þau geyma bílinn, fara með mann á flugvöllinn og sækja við heimkomu – allt fyrir lítinn pening.
Við komum til þeirra seinni part dags og fengum okkur að borða mjög fínan fiskrétt um kvöldið í DUUS húsi , þar sem við sátum i yndislega fallegu veðri og horfðum yfir smábátahöfnina og beint heim að Hótel Bergi, svo það þurfti nú ekki að fara langt til að gista um nóttina
Flugið var afskaplega þægilegt og Icelandair fór í loftið nákvæmlega uppgefinni mínútu. Hulla og Eiki sóttu okkur svo til Billund í 20°hita og sól, ásamt Lísu litlu tíkinni sinni og svo var ekið til Bovrup þar sem við vorum í góðu yfirlæti í 12 daga. Atli Haukur lánaði okkur herbergið sitt á neðri hæðinni. Á myndinni sést Haukur fyrir utan herbergið sem náði þvert yfir hálft húsið út að dyrunum til hægri á myndinni. Við hefðum sko getað dansað þar ef við hefðum haft gömludansa disk með okkur. Síðan var dekrað við okkur alveg út í eitt allan tímann.
Við skruppum yfir “grensuna” til Flensburg í Þýskalandi og fórum þar á Kínverskan veitingastað .
Alveg frábær matur, allt ferskt og gott en samt hægt að borða að vild af hlaðborði.
Á myndinni er Haukur, Hulla, Eiki, Dana María og Hanne. Þarna erum við á leið á kínverska veitingastaðinn.
Svo fórum við aftur seinna niður í Þýskaland til þess að borða afmælismáltíð á fínu steikhúsi, því
Hulla og Haukur voru að halda sameiginlega upp á afmælin sín þann 8. og 12. maí.
Við skruppum með Eika og Jóa á Byfest í nærliggjandi bæ.
Það var mikið um dýrðir þar, en mikið rosalega var kalt þann dag og reyndar allan tímann,
fyrir utan daginn sem við komum og daginn eftir og daginn sem við fórum heim og daginn áður,
en það gerði ekkert til, maður varð bara að búa sig vel og muna eftir treflinum og hönskunum.
Svo skruppum við niður í Alnor og heimsóttum hana Vitu sem við höfum stundum gist hjá.
Hún var að slá fallega garðinn sinn með slátuorfi og átti von á mörgum gestum seinni part dagsins
Við vildum því ekki þiggja það að hún færi að tefja sig á því að fara með okkur inn til þess að hafa til kaffi
og fengum okkur í staðinn göngutúr með ströndinni og Lísa litla var fegin að fá að hlaupa aðeins.
Hér situr Lísa afskaplega “ladylike”
Í heimsókn hjá Dönu Maríu og Hanne daginn fyrir brottförina heim.
Já það var mikil tilbreyting frá hversdagsleikanum að skreppa í þessa heimsókn.
Gestrisni þeirra Hullu og Eika var mikil og allt gert til þess að gera okkur dvölina bæði góða og skemmtilega.
Hulla mín og Eiki ef þið sjáið þessa færslu þá þakka ég alveg rosalega vel fyrir mig.
Leave a Reply