Farin að aðventast.

Já nú er aðventan gengin í garð. Ég var ekki komin í neitt jólastuð fyrir nokkrum dögum, enda varla hægt að segja að það væri kominn vetur, hvað þá að það væru jól á næsta leyti. Mér fannst eiginlega  bara vera haust ennþá enda alltaf hlýindi og ekkert sem minnti á að aðventan væri alveg handan við hornið.  –   EN  SVO KOM SNJOFÖL og þá breyttist bara allt og  raunveruleikinn blasti  nú við – það eru að koma jól.  Ég fylltist tilhlökkun og það var drifið í að setja útiljósaseríuna á svalirnar, ég bakaði tvær sortir af smákökum og á laugardaginn byrjaði ég að skreyta hérna hjá mér og setja upp aðventuljósin. Ég skreytti líka framm í stigaganginum því við nöfnurnar hérna á þriðju hæðinni viljum hafa svolítið huggulegt og jólalegt frammi í stigagangi.

Í gær á fyrsta sunnudegi í aðventu þá bökukðum við fjölskyldan piparkökurnar og ég keypti allt í Sörurnar í dag svo nú er bara  allt í einu allt að gerast.  Já veröldin var ekki lengi að breyta um svip – smá snjóföl og allt fór í gang.


Comments

One response to “Farin að aðventast.”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *