Ferð sumarsins, þó það sé komið haust og ferðin hafi bara tekið einn dag.

Veðurspáin var svo falleg og  hún stóðst alveg að þessu sinni. Mig var lengi búið að langa til þess að komast í Reynisfjöru og skoða drangana þar, svo ákveðið var að ferðinni yrði heitið til Víkur með aðalstoppinu við Reynisdranga.  Húsbíllinn er kominn í vetrarfrí og ró hans verður ekki raskað fyrr en á sumri komanda, en þar sem Haukur lumar líka á jeppa þá fórum við á honum.

Það er skemmst frá því að segja að ferðin sló öllu við og vegur það upp að við höfum  svo til ekkert ferðast í sumar.

Dagsferð í Reynisfjöru og fleira 010Fyrst stoppuðum við á Hellu til þess að taka myndir. Fjallasýnin var alveg  einstök.

IMG_0111

Síðan stoppuðum við aðeins við Seljalandsfoss og svo að Skógum þar sem við réttum aðeins úr okkur og fengum okkur snarl og kaffisopa.

Dagsferð í Reynisfjöru og fleira 021

Vestmannaeyjar reyndu að toga okkur til sín, en við fórum þangað í fyrra og nú var ferðinni heitið annað.

Dagsferð í Reynisfjöru og fleira 027

Það er bara ekki hægt að lýsa því í orðum hvað veðrið var gott og fjallasýnin falleg. Þarna sjáum við bæði Eyjafjallajökul og Mýrdalsjökul.

Dagsferð í Reynisfjöru og fleira 026

Þar sem við komum niður í fjöruna við Reynisdranga var gott útsýni að Dyrhólaey.

IMG_0121

Smám saman komu drangarnir í ljós og hellirinn með stuðlaberginu.

reynisfjara 5

Ekki spillti rjómaveðrið og það var örugglega 20° hiti þarna í fjörunni.

reynisfjara2

Stuðlabergsveggurinn alveg einstakur og ég er sko búin að sjá fullt af fólki þarna á steinunum þó það eigi að heita að enginn hafi verið þar, nema auðvitað Haukur fremst á myndinni, Athugið hvort þið sjáið ekki líka ýmsar verur þarna í berginu.

reynisfjara4

Svo var auðvitað upplagt að fá sér aðeins sæti þarna.

Eftir þetta ókum við inn að Heiðavatni og síðan til Víkur þar sem við skoðuðum kirkjuna og fengum okkur kaffi í Brydebúð – gömlu húsi sem var flutt frá Vestmannaeyjum.  Siðustu myndirnar hérna eru teknar í Vík.  Á heimleiðinni borðuðum við svo á Hellu og fórum svo i heimsókn til systur minnar og mágs á Selfossi. Það sést vel á myndunum hvað himininn er heiður og tær. Já miðað við sumarveðrið þá vorum við einstaklega heppin með veðrið þennan dag.

IMG_0167 Vík 6Vík7


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *