Fyrsta bloggið á nýju heimasíðunni minni.

Ég er svona að taka smá forskot á sæluna því nýja heimasíðan er ekki alveg tilbúin.  Ég fór með tölvuna á gjörgæsluna til Jóa tengdasonar míns í gærkveldi vegna þess að ég var komin með eitthvað fjárans “Netlog”, inná hjá mér, sem ég var dauðhrædd við. Þetta hafði þó ekkert með heimasíðuna mína að gera.  Jói fór strax í gang með að fara yfir allar varnir, hreinsa og betrumbæta.  Ég kom svo við seinni partinn í dag til að taka tölvuna með mér heim, en þá beið mín “surprize”.  Hann var búinn að gera nýja heimasíðu sem mun hafa miklu meiri möguleika en gamla síðan.  Heimasíðan er ennþá á byrjunarstigi en nú get ég þó flokkað uppskriftirnar mínar, sem ekki var hægt áður og svo eiga ýmsar nýjungar eftir að koma inn. Útlitið á líka eftir að breytast eins og ég vil hafa það.

Námsefnið sem ég hafði með mér heim,  svona í byrjun ,var að geta sett inn í dagbókina mína. Ég lærði líka að færa í flokka  uppskriftirnar mínar, en Jói var reyndar byrjaður á því verkefni.  Nú þarf ég bara að læra að gera fleiri yfirflokka svo ég geti flokkað í fleiri flokka, eins og Kjötréttir, Heitir réttir, Salöt og Eftirréttir svo eitthvað sé nefnt, en ég er svona búin að gróf-flokka þetta.

Ég er alveg í skýjunum og hlakka mikið til að halda áfram að læra á þetta, setja inn myndir og fleira.

Kærar þakki elsku Jói minn fyrir að koma mér svona á óvart og fyrir alla vinnuna sem þú ert búinn að leggja í þetta.

Nú er bara að vita hvort ég hef gert þetta rétt.

 

 


Comments

6 responses to “Fyrsta bloggið á nýju heimasíðunni minni.”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *