Gleðifréttir dagsins. Jibbí.

Jibbí!  Ég vissi að það borgaði sig að vera jákvæð allan tímann og taka ekki út neinar áhyggjur fyrirfram.

Ég hitti sem sagt lækninn í dag .  Hann gaf mér góða einkunnog sagði að það hefði verið góð ákvörðun hjá okkur að taka allt brjóstið því í því var 4 cm æxli ( sem upphaflega var álitið 2 cm.) og svo var annað á öðrum stað og annarri sort, en það var aðeins 2 mm og hefði alls ekki sést á mynd.  Nú hefur hins vegar allt verið fjarlægt með hreinum skurði  og  eitlarnir fimm undir hendinni komu líka hreinir út.   Nú þarf ég því bara að vera undir góðu eftirliti og  taka eina hormónatengda töflu á dag í 5 ár.  Mikið vildi ég að engin kona þyrfti að fara í gegnum meiri meðferð en svona, en því miður er það nú ekki mitt að fá að ráða því.

Ég er hins vegar mjög ánægð og hvílíkt þakklát. Þakklát forsjóninni fyrir að hnippa í mig en fella mig ekki, þakklát ykkur öllum fjölskylda mín og vinir fyrir allan ykkar góða stuðning.  Þakklát lækna- og hjúkrunarteyminu sem hefur annast mig  Ég vil helst að brjóstamóttakan og þau öll á 10E  fái sæmda Fálkaorðu því þar fer hvílíkt einvalalið.

Nú er ég eins og ég hafi unnið Oscars verðlaunin, nema hvað þetta er miklu mikilvægara.

Betri fréttir gat ég ekki fengið.  Nú er Haukur búinn að bjóða mér út að borða og við ætlum að njóta góðu fréttanna alveg til hins ítrasta.  Best að fara að búa sig.

Njótum öll helgarinnar eins vel og hvert og eitt okkar er fært um.

 


Comments

16 responses to “Gleðifréttir dagsins. Jibbí.”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *