Haustfrí með fjölskyldunni – Gleði, gleði.

Það var búin að vera mikil tilhlökkun í gangi hjá fjölskyldumeðlimum ungum og eldri 🙂 og tilhlökkunarefnið var að fara saman á Reynistað í Úthlíðarlandi og eiga þar saman góða daga í árlegu haustfríi skólanna. Hér eru nokkrar myndir, sem segja  svona undan og ofan af samveru okkar í sveitinni þar sem náttúran og veðrið skartaði sínu fegursta. Logn og sólskin alla dagana. Sumarveðrið kom sem sagt, þó seint væri.

Það var afskaplega notalegt  að sitja við lestur, spil eða handavinnu,
og auðvitað alltaf gaman að tala saman.

Reynistaður október 2013 _3

Það var gaman fyrir fullorðna fólkið að fara í skemmtilegt spil þegar
litlu strumparnir voru komnir  í rúmið.  Þetta spil sem Sigurrós stjórnaði
var bara einn hlátur í gegn. Þarna er hún að skýra út á hvað spilið gengur.

Reynistaður október 2013_4

 … og svo var bókstaflega legið í krampahlátri og ljósmyndarinn sá ekki út úr
augun vegna hláturtára. Þarna er Guðbjörg að útskýra hvernig hennar orð var
orðið á endanum, eftir að það var búið að fara allan hringinn manna á milli
þar sem ýmist hafði verið skrifað eða teiknað 🙂

Reynistaður október 2013 044

 Ragnar og Ragna Björk voru alveg rosalega dugleg að perla,
svo Sigurrós hafði varla við að strauja.

Reynistaður okt. 2013_5

 Töffararnir Oddur Vilberg og vinur hans Róbert Pétur skemmtu sér vel ýmist
í heita pottinum eða á brettunum, en þeir voru búnir að útbúa sér
brettabraut út af pallinum norðan megin þar sem það truflaði engann.

Reynistaður okt. 2013_6

Svo skruppum við hina árlegu ferð að skoða Geysi.
Þetta var í fyrsta skiptið sem Freyja Sigrún er orðin nógu stór til að njóta þess,
að sá Strokk gjósa. Hún var alveg agndofa yfir þessu.

Reynistaður okt. 2013_9

Amma laumaðist svo til þess að leyfa henni að setjast upp á gamlan traktor
í Geysisstofu. Það var víst bannað, en amma gamla er orðin svo
sjóndöpur að hún sá ekki skiltið fyrr en eftir á 🙂  Hinsvegar hætti
amma strax myndatökunni þegar sú stutta gerði sig líklega
til þess að skipta um gír á þessu gamla hrói.

Reynistaður okt. 2013_7

Svona leið tíminn hjá okkur og það var alveg dásamlegt að vera svona öll saman í nokkra daga. Það eina sem skyggði á var að Karlotta var fyrir norðan og gat ekki verið með okkur, því skólafríið í MA er ekki fyrr en um næstu helgi. Enn eitt, sem er öðruvísi hjá þeim MA ingum.

Ég er afskaplega þakklát fyrir þessa samveru og hlakka til þeirrar næstu. Elsku dætur mínar og þið öll,  takk fyrir að nenna að hafa gömlu með ykkur í fríið.

Haust2013_1


Comments

7 responses to “Haustfrí með fjölskyldunni – Gleði, gleði.”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *