Hugarorkan betri en allar heimsins verkjatöflur.

Það er alveg ótrúlegt hvað mér líður miklu betur í dag. Á föstudaginn þurfti ég hjálp til þess að komast út úr rúminu, náði ekki djúpa andanum og gat varla á nokkurn hátt hreyft mig án þess að æja af verkjum.  Nú ætla ég hinsvegar að komast á gömludansanámskeiðið í kvöld. – Ég hefði ekki trúað því að ég yrði bara með smá seiðing á mánudegi. Ég hef ekki hugmynd um hvað að mér gekk, en allt er gott sem endar vel.

Ég hef hins vegar alveg hugmynd um hvað hefur læknað mig því ég trúi því staðfastlega að fyrir utan almættið, þá hafi góðar batakveðjur og hugsanir mikinn lækningamátt. Þess vegna þakka ég ykkur öllum fyrir góðar kveðjur og bataóskir, sem ég vona að endist mér lengi.  Þetta innsiglaðist svo í morgun þegar ég fór í Qigong hjá honum Gunnari Eyjólfssyni, þar sem ég hlóð batteríin og gekk orkunni á hönd.
Það er afskaplega gott að fara tvisvar í viku og njóta þessarar gömlu speki sem hann Gunnar miðlar til okkar og með okkur.  Ég er spennt að lesa bókina sem hann var að gefa út, en ég kom heim með áritað eintak sem mun hjálpa mér til þess að læra æfingarnar enn betur svo hægt sé að nota þær bæði heima og heiman.

Þetta er það sem mér liggur á hjarta í dag. Hérna í restina birti ég tvær myndir sem teknar voru á Þingvöllum fyrir viku síðan, en þær sýna okkar yndislegu náttúru sem er alltaf svo falleg,  sumar, vetur, vor og haust – bara með sitt hvoru móti.

Þingvellir okt.2013 2

 

Þingvellir okt. 2013 4


Comments

5 responses to “Hugarorkan betri en allar heimsins verkjatöflur.”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *