Kærar þakkir.

Kærar þakkir fyrir góðu kveðjurnar og óskirnar ykkar  kæru vinir og vandamenn. Þær virkuðu sko vel eins og alltaf.  Já mér finnst eitthvað svo traust og gott að hafa svona góðar óskir með mér þegar ég fer í aðgerðir  –  Alveg ómetanlegt og gerir mig svo pollrólega því ég trúi því að allar góðu kveðjurnar og bænirnar ykkar láti allt ganga vel –  og ennþá hefur það alltaf gengið eftir.

Nú er ég komin heim, reyndar aftur með blessuð drenin, en ég vonast til þess að ég verði ekki með þau eins lengi í þetta skiptið og ég var í vor. Ég á að hafa hægt um mig fyrst um sinn og mæta í tékk daglega meðan ég er með drenin. Það er svo gott að vera að komast a lokasprettinn í þessu ferli sem hófst í byrjun sumars. Bara tveir mánuðir eftir að jafna mig á þessu og takast svo á við lyfið sem ég á að taka í fimm ár eftir áramótin  “Den tid den sorg”.  Ég tekst á við það og það gengur örugglega vel líka.

Það er gott að vera búin að klára aðgerðirnar og blessaður skurðlæknirinn hann Kristján Skúli lofaði mér því, að þó að þetta eigi að taka tvo mánuði að verða gott, þá gæti ég hlakkað til þess að geta verið fín um jólin án þess að vera strekkt í kotinu sem ég hef verið í sumar og haust og verð í fram að jólum.

Á nýju ári byrjar svo nýr kafli í sögunni og sá kafli á að fjalla um að byggja sig upp eftir þetta allt, komast í ræktina, dansa og  syngja og njóta þess að vera til.  – Ég segi enn og aftur að ég er lukkunnar pamfíll og ætla að vera það áfram.

Ég  þakka ykkur enn og aftur dásamlegu vinir mínir fyrir kveðjurnar ykkar.


Comments

9 responses to “Kærar þakkir.”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *