Komin heim…

Sigurrós skrifar:

Þetta er nú meira ástandið á þessu heilbrigðiskerfi okkar. Mamma var sum sé send heim í dag, nákvæmlega tveimur sólarhringum eftir að hún kom úr aðgerð þar sem heill líkamspartur er fjarlægður! Það stendur nú í pappírunum sem hún hafði fengið í hendurnar að konur ættu að vera á sjúkrahúsinu í 3-5 sólarhringa eftir svona aðgerð en nú er sum sé búið að minnka það formlega niður í 2 sólarhringa ef allt hefur gengið vel. Konurnar síðan sendar heim með drenið sem þær þurfa sjálfar að passa. Ég verð að viðurkenna að mér finnst þetta alveg út í hött.

En það er ekki við hjúkrunarfólkið sjálft að sakast, mamma sagði að allir á kvenlækningadeildinni hefðu verið yndislegir við sig og sinnt sér mjög vel, það er bara þessi blessaður niðurskurður (þó opinbera skýringin hafi samt verið að það sé nefnilega meiri sýkingarhætta á spítalanum svo það sé bara best að komast heim…).

Hún ætlaði auðvitað á sjúkrahótelið eftir að spítalavist lauk, eins og ég sagði ykkur í gær, en það er ennþá allt uppfullt þar. Við erum að vona að þegar hún mætir í tékk á spítalann á morgun til að mæla magnið í dreninu, þá verði kannski búið að losna eitthvað þar og hún komist inn þrátt fyrir allt.


Comments

4 responses to “Komin heim…”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *