Mánudagur á sjúkrahótelinu.

Alveg vissi ég að dagurinn í dag yrði góður. Lystin að koma og allt bjartara yfir. Í hádeginu var var svo góður léttsteiktur fiskur og hrásalat með, svo ekki þurfti ég nú að kvarta yfir því að fá ekki góða hollustu.   Svo kom Edda Garðars og fór með mér í Stoð í Hafnarfirði  þar sem ég skilaði inn beiðni og kom með réttan útbúnað út.   Birgit heimsótti mig síðan eftir hádegið og kom með Norsku blöðin sem hún færir mér reglulgega. Allt mjög gott nema þetta en,  ….

Það minnkar nefnilega ekkert í drenunum og svei mér þá hvað þau geta verið leiðinleg. Ég sé nú samt spaugilegu hliðina á því líka, eins og t.d í gærkveldi þegar ég ætlaði að fara að sofa.  Ég hélt að allt væri klárt, búin að þvo mér og bursta tennur, pissa, setja I-podinn á koddan, binda drenin föst við rúmði og mjaka mér uppí. Ah en notalegt.  Ég var svo loksins búin að koma mér vel fyrir fyrir þegar ég sá að gemsinn lá enn á skrifborðinu. Ég ætlaði að vippa mér niður á gólf og sækja hann, en auðvitað gleymdi ég því enn einu sinni að ég var föst við drenin. Það þurfti því að leysa þau áður en ég  mjakaði mér út úr rúminu sótti gemsan, batt drenin aftur föst.og lagðist upp í rúm til þess að hlusta á söguna á I-podinum. Þá sá ég að það var svo mikið farið af rafmagni út af honum að það myndi ekki duga nema skammt.  Þá byrjaði allt aftur, leysa drenin, fara út á gólf setja I-podinn í samband við rafmagn og finna til blöð til að lesa í staðinn, þar sem ekki var hætta á að þau yrðu rafmagnslaus. Ég las svo í þeim smá stund, þangað til ég þurfti aftur að pissa. Ók. Allt endurtekið og aftur upp í rúm og tók til við lesturinn á nýjan leik.

Þá mundi ég að ég ætlaði að taka svefntöflu svo ég myndi nú sofa eitthvað meira en ég hef gert og auðvitað voru töflurnar á þessu blessaða borði þar sem allt er. Enn var því lagt í hann og sem betur fer mundi ég nú eftir því í leiðinni að athuga hvort ekki væri komið nóg inn á I-podinn svo ég gæti hlustað á slökunina áður en ég sofnaði og enn voru drenin bndin föst.

Ég slökkti ljósið og sofnaði út frá slökuninni.  Vakaði svo aftur upp úr klukkan eitt við ferlegan hávaða sem kom frá stóru reykingasvölunum sem eru fyrir neðan gluggan minn. Enn einu sinni geystist ég út á gólf – Æ,Æ gleymdi að losa drenin. OK, reddaði því og rauk út að glugganum og skellti honum aftur með miklum þjósti. Við það litu fjórir ungir menn upp í gluggan á þessa mygluðu kerlingu sem var örugglega ekki mjög falleg á svipinn.  Hávaðinn hélt síðan áfram og greinilega mjög gaman hjá þeim þarna. Ég var hinsvegar hundfúl að láta eyðileggja svefninn fyrir mér því hann hefur ekki verið of góður.  Ég endaði því með að hringja í afgreiðsluna niðri og kvarta og eftir örstutta stund datt allt í dúnalogn og ég náði að sofna aftur og þurfti ekki nema þrisvar eftir þetta að losa mig og binda aftur til þess að sinna mínum brýnustu þörfum, enda drekk ég mikið   –  af vatni.

 

Þetta er svona smá innsýn í lífið hjá mér þessa dagana.

 


Comments

5 responses to “Mánudagur á sjúkrahótelinu.”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *