Öryrkjar – eldri borgarar og fleiri.

Já það er margt skrýtið í kýrhausnum og svo sem í hausnum á mér líka, það er nú ekkert ný frétt, en í vikunni sá ég  þessi ummæli um ADHD.

ADHD læknast við 18 ára aldur!!!!

Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2013, kafla 206, bls. 358 segir „Greiðsluþátttöku verður hætt í metýlfenidatlyfjum fyrir fullorðna enda eru lyfin einungis ætluð börnum og unglingum samkvæmt klínískum leiðbeiningum. Gert er ráð fyrir að útgjöld muni lækka um 220 m.kr. vegna þessa.”

Já, ADHD hverfur ekki á einni nóttu frekar en það sem segja má um örorku.  TR hefur hins vegar ákveðið skv. fyrirskipun að ofan, að þegar  öryrkjar verða 67 ára þá færist þeir upp í flokkinn aldraðir og mánaðarlaunin skuli lækka af því tilefni. Hvílík blessun að eiga það í vændum að sleppa við allt þetta örorkuvesen  eftir 67 ára  afmælisdaginn sinn og sleppa við  kostnaðinn sem fylgir endalausum meðferðum, lyfjum og fleiru sem fylgir því að vera með ónýtt stoðkerfi, slit og vefjagigt , auk annars sem öryrkjar þurfa að þola.  Að verða verkjalaus aldraður er miklu skemmtilegri tilhugsun og ekkert vesen við ferðir út og suður til lækninga þegar þeim aldri verður náð.  Lægri laun – Jú, hvað hafa 67 ára gamlir aldraðir að gera við peninga. Er ekki best að þeir breiði bara upp fyrir haus þegar þeir sjá ekki fram á að leysa út lyfin sín eða greiða annað sem viðkemur því að vera öryrki.  Hvernig er það annars, ætli  það sé hægt að fara í mál við TR ef það gengur ekki eftir að á 67 ára afmæli öryrkja  verði þeir heilir heilsu og losni við allan aukakostnaðinn af veikindum sínum?

Þetta kom nú svona upp í hugann í vikunni þegar ég fór að skoða greiðsluplan frá TR og sá að í desember lækkuðu greiðslurnar til mín, sem ekki voru nú háar fyrir.  Ég var bara svo heimsk og auðtrúa á velferðina, að ég hélt að velferðarstjórnin myndi sjá til þess að þegar ég kæmist á þennan aldur að geta talist öldruð, þá fengi ég a.m.k. jólabónus, þó ekki væri nema fyrir nafnbótina. Með greiðsluplaninu fylgdi lesning sem hefst svo:
“Tryggingastofnun vekur athygli á að þegar 67 ára aldri er náð breytast réttindi þín í ellilífeyri og tengdar greiðslur… Ellilífeyrir kemur til útborgunar fyrsta dag næsta mánaðar eftir að 67 ára aldri er náð”.  Já svo mörg voru þau orð.

Ég tek það fram að ég er ekki að kvarta persónulega, heldur benda á þetta óréttlæti sem varðar bæði aldraða öryrkja, þá sem hafa ADHD og  eiga að hætta að vera það við 18 ára aldur og sjálfsagt fleiri og fleiri.  Nú sá ég þetta bara beint á eigin skinni.

 

Annars hefur þetta verið


Comments

2 responses to “Öryrkjar – eldri borgarar og fleiri.”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *