Ég veit ekki hvað er í gangi með tímann, en hann hleypur nú hraðar en nokkru sinni og ég næ aldrei að klára það sem ég er samviskusamlega búin að skrifa niður fyrir morgundaginn.
Það er mjög flott að þykjast vera svo skipulögð að skrifa niður í númeraröð allt sem á að gera á morgun, því þá get ég farið róleg að sofa án þess að þurfa neitt að hugsa um það frekar. Staðreyndin er hins vegar sú, að listinn góði er jú skoðaður að morgni, en þá dúkkar hitt og þetta upp og ég fer að gera eitthvað allt annað en skrifað stendur, því dagurinn er jú allur eftir hvort sem er
– En manni minn hvað tíminn líður hratt og svo er aftur komið að háttatíma og hvar er nú listinn góði með yfirskriftinni “það sem á að gera “. Jú það er hægt að strika út eitt eða tvö númer, svo þarf að byrja á að færa allt hitt yfir á nýtt blað og bæta öðru við.
Svona er lífið í Fensölum, en eitt er víst að á meðan tíminn hleypur svona hratt þá leiðist manni ekki 🙂
Leave a Reply