Svo glöð og frjáls – Alltaf eitthvað smá spes þó.

Það komu skilaboð frá Kristjáni Skúla skurðlækni um að það yrði að taka drenin, þó svo að annað væri enn yfir 100 og hitt kringum 50 .   Hjúkrunarfræðingur hérna á sjúkrahótelinu kom og framkvæmdi þetta svo áðan. Já, alltaf þarf maður nú að vera eitthvað svolítið spes og öðru vísi en aðrir  Fyrst var saumsporið sem hélt annarri slöngunni í gatinu alveg fast og hjúkkan þurfti margar tilraunir til þess að ná að skera það frá  því það var svo fast gróið inn í húðina.  Hún sagðist bara aldrei hafa lent í svona.  Jæja ekki var þetta nú allt því hún sagði mér á eftir, að hún hafi þurft að taka á öllum sínum kröftum til þess að ná síðan að draga slöngurnar út því þær virtust líka hafa gróið fastar við mig.  Af öllum þeim skiptum sem hún hefði tekið svona slöngur þá sagðist hún aldrei nokkurn tíman hafa lent í slíku og spurði hvort þetta hafi ekki verið erfitt fyrir mig. Ég hef hins vegar aldrei fengið svona dren áður, lokaði bara augunum og andaði djúpt á meðan  og hélt bara að það væri eðlilegt að það væri erfitt að láta taka þetta út. Djúp og góð öndun þegar ég á von á sársauka, bjargaði mér því enn einu sinni nú, eins og svo oft áður

Nú dansa ég bara í hringi af ánægju að vera laus við þetta og  vera nú frjáls eins og fuglarnir sem fljúga um og syngja í trjánum hérna fyrir utan gluggann.  Ætli það sé nokkurs staðar harmonikuball í kvöld??? Jeiii.

Þetta er og verður góður dagur. Heim eftir hádegið og svo hitti ég skurðlækninn á föstudag.  Dásamlegt.


Comments

10 responses to “Svo glöð og frjáls – Alltaf eitthvað smá spes þó.”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *