Ca. 400 gr. Rababari ( bestur þessi rauði)
2 epli
Marsipan
125 gr. Hveiti
125 gr. Sykur
125 gr. Smjörlíki
Flysjuð og niðursneidd epli ásamt rababara sett í smurt eldfast mót. Ef um frosinn rababara er að ræða þá er gott að strá aðeins kartöflumjöli yfir í forminu svo þetta verði ekki of blautt.
Kanil stráð yfir.
Marsipan eftir smekk mulið yfir.
Hnoða hveiti, sykur og smjörlíkið og mylja það að endingu yfir og strá aðeins kanelsykri í restina.
Þetta er bakað við 180° í svona 40 ? 50 mín.
————————————-