Rúgbrauðið hennar Þórunnar.

Efni:
Aðferð og skýringar Þórunnar.:
6 bollar  Rúgmjöl
2 bollar hveiti
2 bollar hveitiklíð
1 dl. Barið heilhveiti (ég notaði hveitikím)
1 dl  Barið rúgkorn ath. í heilsubúðunum
½ dl. Hörfræ
½ dl. Sólblómafræ
½ dl. Púðursykur
1 ½ tsk. Salt
3 tsk. Matarsódi
5 tsk. Lyftiduft
100 – 150 gr. Hrein jógúrt eða súrmjólk.
Barið heilhveiti og rúgkorn er eins og barið hafi verið með hamri á kornin. Þau eru gróf og ég helli yfir þau sjóðandi vatni, eins miklu og þarf til að hylja þau og læt það standa á meðan allt hitt efnið er tekið til. Svo er þetta hnoðað saman og látið vera frekar blautt. Bakað í ofnföstu kringlóttu gati með loki. Það má líka baka þetta í jólakökuformi og setja lok úr álpappír yfir seinni helminginn af baksturstímanum.

 

Sett í 200° heitan ofn í klukkutíma. Lokið sett á og hitinn lækkaður í 100°.. Þegar u.þ.bil  20 mínútur eru eftir er hellt einum bolla af kaffi yfir bskorpuna. Þegar brauðið er tekið úr ofninum er blautum klút vafið utanum það til að mýkja skorpuna.