Ég fékk í saumaklúbb þennan mjög góða grænmetisbrauðrétt og vona að ég muni rétt samsetninguna á honum.
Mér var sagt að það mætti nota það grænmeti sem til væri í ísskápnum hverju sinni, en í réttinum sem mér fannst svo góður var eftirfarandi:
Franskbrauð
1 dós sveppasmurostur
1 peli rjómi
1/2 grænmetisteningur
1 dós grænn Aspas
Rauð eða gul paprika
Brokkolí
Púrrulaukur
Gulrætur.
Aðferðin:
Brauðið skorið eða rifið niður í litla teninga og sett í botninn á eldföstu móti.
Aspassafanum er slett aðeins yfir brauðið – Nota ekki allan safann svo þetta verði ekki of blautt.
Síðan er allt grænmetið skorið smátt og sett ásamt Aspasinum ofan á brauðið.
Sveppaosturinn er bræddur í potti og rjómanum blandað saman við. Síðan er þessu hellt yfir réttinn í forminu.
Rifnum osti stráð ofaná og þetta síðan bakað í ofni í svona 20 – 30 mín.
Þetta fannst mér alveg rosalega góður réttur og sé fyrir mér að hægt sé að útbúa þetta sem meðlæti með t.d. fiski, ég á samt eftir að prufa það. Um að gera að útbúa sína eigin útgáfu.