Efni: (frekar stór uppskrift)
Brauð, t.d. samlokubrauð – skorpan skorin af og rifið eða skorið í litla teninga.(Magn eftir smekk í þessa uppskrift passar svona 1 1/2 – 2 brauð. Það má varíera þessari uppskrift talsvert eftir því hve mikið magn á að gera. Þetta ætti að passar í tvö miðlungs form.
2 skinkubréf eða Bacon.
1 – 2 dósir grænn aspas fer eftir stærð.
1 askja sveppir (skorinir í litlar sneiðar og steiktir í smjöri) eða sveppir úr dós en þá þarf einnig að steikja þá í smjöri.
1 – 2 öskjur beikon smurostur.
5 msk majones
2 -3 dl. matreiðslurjómi (má líka nota bláa mjólk)
ca. 1 1/2 poki af gratínosti eða eftir smekk.
Aðferð:
Skorpan skorin af brauðinu og það skorið í litla bita. Oft gott að nota frosið brauð því það er auðveldara að skera það.
Skinkan skorin í litla bita, (ef notað er Bacon þá er það klippt niður í litla bita og steikt)
Sveppirnir skornir í sneiðar.
Aspassafinn aðskilinn frá aspasnum og sett til hliðar. Aspasinn er skorinn í litla bita.
Skinkan og sveppirnir eru steiktir upp úr smjöri. Beikonostur, aspasvökvi, majones og smá matreiðslurjómi er hitað í potti þar til allt hefur blandast vel saman. Blandan má ekki vera of þykk.
Til að þynna blöndna þarf að bæta matreiðslurjóma saman við.
Skinkan, sveppirnir og aspasinn er blandað út í ostablönduna.
Eldfast mót er smurt, brauðteningarnir settir í botninn og blöndunni hellt yfir brauðið.
Rifnum osti stráð yfir.
Hitið í 20 mínútur við 200 °C hita.