Þetta ofnbrauð hefur verið í uppáhaldi í saumaklúbbnum í 40 ár.
|
Aðferð:
|
500 gr. sveppir 75 gr. Jurta smjörlíki (Smjörvi eða álíka) 3 dl. rjómi 4 tsk. kartöflumjöl 1 tsk. salt 1 tsk. sítrónusafi.
Einnig þarf: Rifinn ost skinku eða hamborgarhryggsbita Franskbrauð eða gróft brauð – eftir smekk. Skinka eða hamborgarhryggur í smábitum eða lengjum.
Rifinn ostur
|
Jurta og rjómi soðið saman, niðursneiddum sveppum ásamt salti og sítrónusafa bætt í og látið sjóða í 10 mínútur. Potturinn tekinn af og kartöflumjöl hrært með vatni, blandað samanvið. Skera brauðið í teninga og setja það í botninn á eldföstu móti. Hella sveppajafninginn ofaná ásamt skinku eða hamborgarhryggsbitum. Rifinn ostur settur yfir, Jurtabitum dreift hér og þar. (Ég sleppi oft þessum jurtabitum yfir þó það sé í uppskriftinni því flestir eru að draga úr fitu í mat og mér finnst nóg að hafa jafninginn með rjoma og smjöri í. )
Þetta dugar í eitt stórt eldfast form. Auðvelt er að stækka hlutfallslega uppskriftina að jukkinu. Hálf uppskrift í viðbót ætti að duga í tvö meðalstór form (svona 20x30cm).
Þetta er svona réttur eins og naglalsúpan, maður bætir við eftir þörfum og eftir því hvað hentar hverju sinni.
Bakað við 175° þar til osturinn er gullinn og allt orðið gegnum heitt. Réttinn má hafa tilbúinn nokkru áður og hita þá lengur.
|