Fiskisúpa (Rækjur ) með ferskjum

Ferskju/Rækjusúpa Eddu og Nonna

Efni:

½ laukur
½ msk. Karrý
1 feitur hvítlaukur (1 rif) má sl.
1 dós tómatar
1 peli rjómi, má vera matreiðslurj.
1 ½ dl. Hænsnasoð (teningur)
200 gr. Smátt skornar ferskjur.
Safi af ferskjunum eftir smekk.
150 gr. rækjur eða annað sjávarfang.
 

Ég þurfti að sleppa hvítlauknum en bætti í staðinn paprikudufti og smá salti. Það má greinilega leika sér aðeins með krydd í þessa súpu.

 

Aðferð: Karrý og laukur sett aðeins á pönnu þar til laukurinn verður glær.
Bæta við tómötunum, best er að kaupa hakkaða tómata, en skera annars þá heilu smátt.
Bæta hvítlauknum við.
Rjómanum hellt varlega í og hrært vel í á meðan.
Hænsnasoðinu og ferskjusafanum bætt í.
Rétt áður en rétturinn er borinn fram eru ferskjurnar og rækjurnar eða það sjávarfang sem valið er, settar út í.