Hér er uppskrift að alveg frábærum fiskibollum sem ég fann á veraldarvefnum
og breytti aðeins.
500 gr. Ýsu- eða þorskhakk
4 msk. Heilhveiti,
2 msk. KartöflumjölEf þorskur er notaður þarf að bæta aðeins við meiru heilhveiti
eða hveiti til þess að deigið verði ekki of lint.
1 tsk. salt
1/2 tsk. pipar
1 egg
150 ml. AB mjólk eða súrmjólk
2 gulrætur, rifnar
1 hvítlauksrif, marið – eða hvítlauksduft eftir smekk.
1 laukur, hakkaður með
2 msk. steinselja (má nota þurrkaða)
Aðferð: Öllu hrært saman, ágætt að setja í kæli í ca. 30-60 mín. Síðan eru bollur mótaðar úr deiginu, steiktar í örlítilli olíu á pönnu í ca. 7-8 mín hvoru megin.Sumir vilja að steikt sé úr smjöri eða smjörlíki og síðan soðið aðeins í vatni og gerð brún sósa. Mér finnst þær hins vegar bestar svona beint af pönnunni og nota hrásalat og kartöflur með. Svo skemmir nú ekki að hafa aðeins remúlaðisósu, en þá er ég líka komin alveg gjörsamlega út fyrir hollustuna.