Fiskisúpa
Efni: 6 ? 800 gr. Lúða eða ýsa. 7 dl. Mysa 5 dl. Vatn ½ – 1 tsk. Salt 100 gr. Sellerí 100 gr. Blaðlaukur 4 gulrætur 1 laukur 70 gr. Smjör 1 tsk. Karrí 2 msk. hveiti ¼ tsk. ?season all? 1 ? 1 ½ tsk. Fiskikraftur 1 peli rjómi 3 eggjarauður 200 gr. Rækjur.
Borið fram með volgu smábrauði og smjöri. |
Aðferð: Fiskurinn soðinn í blöndu af mysu, vatni og salti (ath. að ofsjóða ekki). Sellerí og laukur saxað og blað-laukurinn skorinn í þunnar sneiðar. Grænmetið látið krauma í smjörinu í u.þ.b. 5 mín. í potti. Karríi bætt í. Skera gulræturnar í þunnar sneiðar og snöggsjóða þær. Láta hveitið yfir grænmetið í pottinum og væta í með 1 lítra af fiskisoði. Bragðbæta með fiskikrafti og season all, rjóminn látinn útí og hitað að suðu. Eggjarauðurnar hrærðar í skál og súpunni jafnað út í. Látið aftur í pottinn og rækjurnar,gulræturnar og beinlausi fiskurinn settur í. Nú má alls ekki sjóða í pottinum.
|