Fiskisúpa Hafdísar.

Súpa Hafdísar.
Í súpuna má slumpa og breyta eftir smekk hvers og eins.  

Efni: Aðferð:

1 Stór laukur og/eða  
Púrrulaukur
3 hvítlauksrif
3 gulrætur
3 stönglar Sellerí (má sleppa)3 kartöflur
1 paprika
1 dós tómatþykkni (lítil)
1 dós maukaðir niðursoðnir tómatarSalt og pipar eftir smekk.
2 – 3 tsk.  Basil
2 tsk. Majoram
2 teningar grænmetiskraftur
1 peli rjómi’
1 líter vatn.
600 gr. Fiskur að eigin vali.
Rækjur eða annað.
Magn eftir smekk hvers og eins.
Olívuolía. 

Fiskurinn er skorinn í hæfilega bita. (geyma þar til síðar í ferlinu)Olía er hituð í stórum potti.
Grænmetið sem er brytjað í hæfilega bita  er síðan mýkt í olíunni.
Tómatþykkni, niðursoðnum, tómötum og grænmetiskrafti bætt út í og látið krauma í stutta stund.Vatninu er bætt út í og látið sjóða í um 30 mínútur.Kryddi og rjóma bætt út í, smakkað til og látið sjóða í nokkrar mínútur í viðbót.Að lokum er fiskinum bætt út í og soðið í stutta stund.  Með þessu var borið fram nýbakað (heimabakað) brauð.  Sjá einnig uppskrift af Kotasælubollum.