Dásemdarkjúlli fyrir 4 – 6

Þessa uppskrift tók ég úr bæjarblaði hérna á Selfossi.

6 kjúklingabringur

1 krukka Mango Chutney – milt

1/4 – 1/1 ltr. rjómi

rúmlega 1 tsk. karrí

salt, hvítlauksduft

olía.

Bringurnar skornar í  4 bita hver, steiktar í olíu á pönnu og kryddaðar með salti, pipar og hvítlauksdufti eftir smekk. Teknar af pönnunni og settar í ofnfast form.  Smá olía er sett á heita pönnuna, karríið steikt í olíunni (passa að brenna ekki) og Mangó Chutney sett út í.  Bitarnir í chutneyinu eru misstórir en reynia að merja þá í sundur eins og hægt er á pönnunni og hella síðan rjóma út á og jafna sósuna út. 

Sósunni hellt yfir kjúllann og sett í ofn í u.þ.b. 15 – 20 mín.

Meðlæti:

Gott er að hafa banana í sneiðum, velt upp úr kókosmjöli, brakandi ferska rauða papriku í sneiðum, salthnetur og hvítlauksbrauð.