Svínalundir í eldföstu móti.

 

3 – 4 svínalundir
12 – 14 ferskir sveppir
Paprika, rauð og græn,
1 af hvoru
1 ½ peli rjómi
1 ½ piparostur (betra að láta hann standa við stofuhita fyrir notkun) 
Lundirnar eru skornar niður í sneiðar og steiktar snöggt á báðum hliðum í ca. 4 – 5 mín.
Lundirnar settar í eldfast mót eftir steikinguna.
Setja síðan smá af olívuolíu á pönnuna og steikja þar niðurskorna sveppi og paprikuna og setja í mótið hjá svínalundunum.
Síðan kemur galdurinn.
Skera piparostinn niður í smáa bita og sjóða niður með rjómanum. Sjóða þetta hægt saman og hræra vel í á meðan. Sósunni síðan hellt yfir lundirnar og grænmetið í fatinu og allt bakað saman við 200°í smátíma.
Þetta má útbúa fyrirfram, t.d. um morgun til að eiga bara eftir að elda í ofninum fyrir kvöldverð.
Soðin hrísgrjón og gott salat með fetaosti setur svo lokapunktinn á þennan veislumat.