Hér er ein til að gæða sér á í kreppunni:
300 gr. hveiti
150 gr. sykur
150 gr. smjörlíki
1 egg
3 tsk. lyftiduft
Rifinn börkur og safi úr einni appelsínu.
Sykur og smjörlíki hrært vel saman þar til það er ljóst og létt, egginu bætt út í ásamt safanum úr appelsínunni. síðan er þurrefnunum og rifnum appelsínuberkinum hrært saman við.
Bakað við 175° hita í blástursofni þar til kakan er orðin falleg og bökuð í gegn. Það fer svolítið eftir því í hvernig formi hún er bökuð hve bökunartíminn er langur. Nota bara gömlu aðferðina að stinga í hana prjóni og sjá hvort hann kemur ekki hreinn út. Þá passar að fara að laga kaffið.