Frönsk súkkulaðikaka

Efni:

175 gr. Smjör

175 gr. Suðusúkkulaði

180 gr. 2 dl. Sykur

3 eggjarauður

½ – 1 dl. Saxaðar heslihnetur(sl. ?)

60 gr. 1dl. Hveiti

1 tsk. Lyftiduft

3 eggjahvítur.

Kakan er aðeins blaut þegar hún er tekin úr ofninum og þarf að kólna í forminu til þess að gott sé að ná henni úr.

Aðferð:

Smjör brætt í potti, súkkulaði sett út í og látið bráðna. Sykri og eggjarauðum blandað saman við. Því næst er hnetum og hveiti ásamt lyftidufti blandað í. Stífþeyta eggjahvítur og blanda varlega saman við. Setja í stórt tertuform. Baka neðarlega í ofni í ca. 30 mínútur við 175 ? 200°

Bera fram með þeyttum rjóma. Gott að hafa jarðarber ofaná og setja súkkulaði í strikum yfir