Efni:
2 bollar haframjöl – 170 gr. 2 bollar hveiti – 170 gr. 1 bolli sykur (svona tæplega) 100 gr. 1 bolli smjörlíki (eða blanda 200 gr. saman matarolíu og smjörl) 1 tsk. Sódaduft örlítið af mjólk ef þetta er þurrt.
Ég bætti við efnunum í grömmum- finnst þetta passa vel. Rababarasulta eða jarðabergasulta. Þessa uppskrift var pabbi minn með í Tómstundaþætti barna og unglinga sem hann sá um í gamla daga svo ég hef vanist því að borða þessa hjónasælu síðan ég var smástelpa. Ég bætti svo eplunum við og finnst hún nú best þannig. Ekki svíkur svo að borða hana volga með þeyttum rjóma.
|
Aðferð:
Öllum þurrefnunum er blandað saman í skál, smjörlíkið brætt ? ég er farin að setja saman smjörl. og ISIO olíu svona upp á hollustuna ? Ef deigið blotnar ekki nægilega þegar farið er að blanda því saman þá má setja örlítið af mjólk en þó ekki svo mikið að deigið verði klessulegt því það á að vera nokkuð þurrt og kögglað. Í gömlu uppskriftinni á að baka í 1 klst við 170°C, en ég er farin að baka hana við 200 í svona 35 – 40 mínútur. Mér finnst hún bakast betur, án þess að verða þurr af því að vera í ofninum í klukkutíma.
|