Nú er ég kannski að gera eitthvað sem ég má ekki, með því að birta þessa uppskrift hérna. Ég veit nefnilega að hún er upprunalega frá Heilsuhæli NLF’I og ég hef ekki beðið um leyfi. En, ég verð þá bara að taka afleiðingunum
Kakan er allt of góð til þess að leyfa ekki fleirum að njóta.
Eplakaka (NLF’I).
250 g smjör
3 egg
250 g. púðursykur
2-3 græn epli
250 g heilhveiti
2 msk kanel-púðursykur
1 tsk lyftiduft
Hrærið smjör og púðursykur saman í hrærivél. Bætið eggjunum út í og að lokum þurrefnunum. Smyrjið kökuform og setjið deigið í það. Skrkælið, kjarnhreinsið og skerið eplin í báta og stingið ofan í deigið. Stráið kanel-púðursykrinum yfir. Bakist við 170°C í 35-40 mín. Berið fram með þeyttum (alvöru)rjóma.