Marensrúlluterta.

Efni: Í fyllinguna:
6 eggjahvítursalt á hnífsoddi350 gr. Sykur

1 tsk. Kartöflumjöl

1 tsk. Hvítvínsedik.

3 – 4 dl. rjómi (þeyttur)1 tsk. Flórsykur+ smá til að strá yfir.

300 gr. Jarðaber

skorin til helminga

400 gr. Hindber eða önnur ber sem fást.

30 gr. Möndluflögur (hýðislausar) Má sleppa.

 

Ofninn er hitaður í 180°

Setjið bökunarpappír  í ofnskúffu eða form og vell upp með hliðunum líka.

Þeyta eggjahvíturnar með saltinu þar til þær eru stífar. Sykrinum bætt smám saman í (ca. 5 matsk. Í einu) og þeytt vel saman áður en næsti skammtur af sykri er settur út í.

Næst er edikinu og kartöflumjölinu bætt varlega samanvið.

Nú er deiginu smurt á bökunarpappírinn, sléttað vel og bakað í 15 mínútur þar til kakan er gullinbrún. Kæld á rist.

Þegar kakan er köld er henni hvolft á nýjan bökunarpappír.

Rjóminn er þeyttur og smurður á kökuna, ávöxtunum raðað yfir og kökunni rúllað upp.

Kakan er síðan skreytt með möndlunum og smá flórsykur sigtaður yfir, ef vill.

Ýmis góð ráð:

*Nota vel fersk egg því það er betra að aðskilja þau.*Sleppa aldrei saltinu því það auðveldar að þeyta eggjahvíturnar og brýtur niður eggjapróteinið.*Edikið og kartöflumjölið er nauðsynlegt til að mýkja marensinn.

*Ekki fara í flækju þegar marensinn fer að lyfta sér og  þenjast út í ofninum. Hann jafnar sig og sléttist þegar hann er tekinn úr ofninum.