NAMMIBOMBA – Avon útgáfan

Hér er endurbætt útgáfa af Nammibombunni. Þessi rann ljúflega niður hjá Avon ladies og er samkvæmt ósk þeirra sett hér í safnið. Annars er þetta eins og með naglasúpuna forðum, bara láta hugmyndaflugið ráða og setja það sem hendi er næst í skálina.

Efni:

1 marengsbotn (kokosmarengs)

Nokkrar makkarónukökur

smá skvetta af rjómalíkjör

6 kókosbollur

Rommkúlur

½ lítri rjómi – Þeyttur.

Kívi, jarðaber, rauð vínber, bláber og/eða aðrir ávextir sem í boði eru, Ég setti líka örlítið af rifs og sólberjum.

Aðferð:

Marengsinn er brotinn niður og c.a. helmingurinn af honum er settur í skál ásamt makkarónukökunum og smá skvettu af líkjör. Síðan setti ég aðeins af þeytta rjómanum og helminginn af kókosbollunum, rommkúlur sem ég skar í tvennt og ávexti síðan púslaði ég þessu svona til skiptis í skálina og skreytti efst með rjóma, kókosbollum, jarðaberjum, rommkúlum og bláberjum.

Þetta var sem sagt útgáfan af nammibombunni þetta kvöldið, næst gæti hún orðið allt öðru vísi.

Ég hvet ykkur til að prufa eitthvað nýtt og betrumbæta.