Pavlova

Uppáhalds Pavlovu uppskriftin mín

Þessa köku á að útbúa þegar maður er kominn í náttkjólinn og er að fara að sofa.

Hvers vegna? Það kemur fram í aðferðinni. J

Efni:

Aðferð:

4 eggjahvítur

½ tsk. Borðedik

3 dl. Sykur

1 tsk. Lyftiduft

Ofaná:

Hálfur lítri rjómi,

Ber og ávextir eftir smekk

Hita ofninn í 225°

Láta eggjahvíturnar vera við stofuhita. Setja þær í fitulausa skál (gott að strjúka með sítrónusneið innan um skálina til að öll fita hverfi)

Setja edikið í eggjahvíturnar og þær stífþeyttar ásamt 2 ½ dl. af sykrinum sem er smám saman þeyttur saman við. Restin af sykrinum og lyftiduftið hrært varlega saman við þegar eggjamassinn er stífþeyttur.

Teikna hring á bökunarpappír og snúa honum við og setja á bökunarplötu. Eggjamassinn settur innan í hringinn.

Bökunarplatan sett inn í ofninn og slökkt á ofninum

Nú er ekkert annað eftir en sofa bara rólega til morguns og viti menn að morgni bíður þessi líka fína Pavlova tilbúin í ofninum og ekkert eftir annað en þeyta rjómann og setja eitthvað gott ofaná. Nammi namm.